hero

Kaldur súkkulaðigrautur

Þessi kaldi súkkulaðigrautur er hollur, góður og ótrúlega einfalt að útbúa hann. Ég geri hann kvöldinu áður og geymi hann svo í ísskáp yfir nótt og þá er hann tilbúinn morguninn eftir. Krökkunum finnst hann líka mjög góður og gera hann stundum sjálf.

Innihald

1 dl hafrar frá MUNA

1 msk chia fræ frá MUNA

2 dl súkkulaði plöntumjólk

2 kúfaðar msk grísk jógúrt með súkkulaði og ferskjum

Smá skvetta Agave síróp eða Akasíu hunang

Aðferð

Öllu blandað saman í lokaða krukku eða annað lokað ílát og geymt yfir nótt í ísskáp. Morguninn eftir er grauturinn tilbúinn og þá er gott að toppa hann með t.d. hindberjum og kakónibbum eða hverju sem ykkur þykir gott!

Skráðu þig á póstlistann!