Ég fæ ekki leið á því að gera góða skál. Þessi inniheldur þykkan bláberjaþeyting og svo er hægt að setja í rauninni hvað sem er á toppinn, ber, granóla, múslí o.s.frv. Ég setti granóla og fersk ber ofan á að þessu sinni! Holl og æðislega góð skál sem ég hvet ykkur til að prófa!
1/2 bolli möndlumjólk (aðeins meira ef blandan er of þykk)
1 bolli frosin bláber
1 lítil dós grísk jógúrt frá Örnu með jarðaberjum
1/2 banani
Á toppinn - ber, granóla eða það sem ykkur þykir gott
Allt sett í blandara og hrært vel saman, hellt í skál og toppað t.d. með góðu heimatilbúnu granóla og ferskum berjum, verði ykkur að góðu!
Skráðu þig á póstlistann!