hero

Grænn ofurdrykkur

Stundum finn ég að kroppurinn minn þarf góða næringu og orku og þá hendi ég oft í þennan græna ofurdrykk. Það tekur enga stund að útbúa hann og ég fæ mér hann stundum þegar ég kem heim úr vinnunni og langar í eitthvað hollt og gott. Ég hvet ykkur til að prófa!

Innihald

1 bolli kókosmjólk

1 bolli frosið mangó

1 kiwi

1 banani

Væn lúka spínat

Aðferð

Allt sett í blandara og hrært vel saman. Þessi uppskrift dugar í 2 góð glös og því upplagt að deila. Njótið vel!

Skráðu þig á póstlistann!