Skilmálar annaeiriks.is

1. Almennt

Annaeiriks.is (521222-0500, Anna Eiríks sf.) býður upp á sértæka fjarþjálfun þar sem viðskiptavinir kaupa áskrift og fá aðgang að fjölbreyttu æfingakerfi ásamt fræðslu. Annaeiriks.is er í eigu Önnu Eiríksdóttur/Anna Eiríks sf. Sala á þjónustunni er háð skilmálum sem viðskiptavinir eru hvattir til þess að kynna sér vel fyrir kaup og á meðan viðskiptasambandi stendur. Ef viðskiptavinur er undir 16 ára aldri er farið fram á að forráðamenn séu upplýstir og samþykkir kaupum á áskrift.

Virði viðskiptavinur skilmála þessa að vettugi er Önnu Eiríksdóttur heimilt að rifta samningi og loka fyrir aðgang viðkomandi viðskiptavinar.

Með kaupum á þjónustu samþykkir viðskiptavinur eftirfarandi skilmála: 

2. Yfirlýsing kaupanda

Með því að eiga viðskipti við annaeiriks.is lýsir viðskiptavinur því yfir að honum/henni sé óhætt að stunda hefðbundna líkamsrækt og sé með því ekki að stofna heilsu sinni í hættu. Viðskiptavinur iðkar þjálfun í samræmi við fyrirmæli í fjarþjálfunarmyndskeiðum og er alfarið á eigin ábyrgð við framkvæmd æfinga. Komi til slysa eða hugsanlegra meiðsla ber annaeiriks.is enga ábyrgð. Viðskiptavinir eru hvattir til að fylgja fyrirmælum myndskeiða og hlusta vel á líkama sinn og stöðva æfingu valdi æfingin verkjum eða óþægindum. Hafi viðskiptavinur sögu um meiðsl, stoðkerfisvandamál eða önnur heilsufarsvandamál er viðkomandi hvattur til þess að ráðfæra sig við lækni til þess að fá úr því skorið hvort viðkomandi sé í stakk búinn til þess að fylgja æfingum. 

Kaup á áskrift tryggir hvorki þyngdartap né heilsufarsárangur. 

Við skráningu skráist netfang viðskiptavinar sjálfkrafa á póstlista en hægt er að afskrá sig af honum (unsubscribe) neðst í fréttabréfinu hvenær sem er.

3. Vinnsla persónuupplýsinga

Annaeiriks.is/Anna Eiríks sf. gætir fyllstu varúðar við meðferð persónuupplýsinga og öll vinnsla persónuupplýsinga er í samræmi við gildandi lög og reglur. Með kaupum á þjónustu samþykkir viðskiptavinur vinnslu persónuupplýsinga. Anna Eiríks sf. ber ábyrgð á skráningu og meðferð persónuupplýsinga. Anna Eiríks sf. safnar upplýsingum um viðskiptavini til þess að geta veitt framúrskarandi þjónustu, í því felst að veita aðgang að þjónustu, upplýsingum og tryggja að veitt þjónusta sé sniðin að þörfum viðskiptavina. Anna Eiríks sf. safnar eingöngu upplýsingum sem eru nauðsynlegar til að veita þá þjónustu sem um ræðir. 

Þær persónuupplýsingar sem vistaðar eru á annaeiriks.is er nafn, símanúmer og netfang viðskiptavina eða þær upplýsingar með viðskiptavinur skráir sig með í nýskráningu á annaeiriks.is.  Við skráningu á póstlista eru varðveittar upplýsingar um netfang. Markaðsefni og tilkynningar eru sendar út af póstlista og á netföng viðskiptavina. Anna Eiríks sf. miðlar ekki persónuupplýsingum til þriðja aðila.

annaeiríks.is er með samning við Repeat.is & Saltpay.is í tengslum við innheimtu áskriftargjalda. Framangreind greiðslukortafyrirtæki fá aðgang að nafni, símanúmeri og netfangi í gegnum annaeiriks.is en þar að auki þeim persónuupplýsingum viðskiptavina sem nauðsynlegar eru til innheimtu áskriftargjalda. Saltpay.is geymir kortaupplýsingar svo unnt sé að rukka mánaðargjöldin en Repeat.is geymir eingöngu svokallað “sýndarnúmer” sem sendist mánaðarlega á Salpay.is til rukkunar. Samkvæmt upplýsingum frá greiðslukortafyrirtækjunum er öll meðferð persónuverndarupplýsinga í fullu samræmi við gildandi lög og reglur um persónuvernd. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar um meðferð persónuupplýsinga hjá umræddum greiðslukortafyrirtækjum á vefsíðum þeirra. 

Viðskiptavinur getur hvenær sem er óskað eftir því að persónuupplýsingum sé eytt, þær leiðréttar eða afturkallað samþykki um vinnslu persónuupplýsinga.

Anna Eiríksdóttir/Anna Eiríks sf. áskilur sér rétt til þess að breyta vinnslu á persónuupplýsingum eftir því sem þurfa þykir. Breytingar taka gildi þegar uppfærðar upplýsingar um vinnslu persónuupplýsinga hafa verið birtar á annaeiriks.is. 

4. Höfundarréttur

Anna Eiríksdóttir/Anna Eiríks sf. er höfundur og eigandi að öllu efni sem birt er á vefsíðunni annaeiriks.is, þ.e. myndböndum, leiðbeiningum og uppsetningum æfinga, uppskriftum og bloggi. Anna Eiríksdóttir/ Anna Eiríks sf. áskilur sér höfundarrétt á öllu efni sem miðlað er á annaeiriks.is. Þjónusta sem viðskiptavinir kaupa á annaeiriks.is er eingöngu ætluð til persónulegra nota og má ekki undir neinum kringumstæðum deila, birta eða dreifa til þriðja aðila án leyfis. 

5. Áskriftargjöld

Kaupandi getur gerst áskrifandi að þjónustu annaeiriks.is með því að velja mánaðarlega áskrift á 4.990 krónur á mánuði eða árs áskrift fyrir 47.880 krónur eða 3.990 krónur á mánuði sem greitt er í einni greiðslu á hverju ári eða þar til áskrift er sagt upp. Áskrift að annaeiriks.is felur í sér ótakmarkaðan aðgang að öllu því efni sem þar er í boði, ótal fjölda æfinga í formi æfingamyndbanda ásamt úrvali af æfingaprógrömmum, uppskriftum o.fl.

Mánaðargjald viðskiptavinar í áskrift að annaeiriks.is endurnýjast sjálfkrafa eða þar til áskrift er sagt upp. Greiðsla miðast við þann dag sem viðskiptavinur keypti áskrift og endurnýjast áskriftin á þeim degi eða þar til áskrift er sagt upp. Fari greiðsla ekki í gegn er viðskiptavini gert viðvart og aðgangur viðkomandi frystur þar til greiðsla berst. 

Verð á áskriftarleiðum geta tekið breytingum. Ef áskriftargjald hækkar mun viðskiptavinur fá tilkynningu þar um og taka verðbreytingar þá gildi frá og með næstu mánaðarmótum. 

Með því að skrá þig í áskrift samþykkir þú að annaeiríks.is rukki gjald í gegnum Repeat.is & Saltpay.is mánaðarlega þangað til að þú segir upp áskrift. Uppsögn skal berast  í gegnum annaeiriks.is/minar-sidur þar sem hakað er við ÁSKRIFT VIRK JÁ og henni breytt í NEI og þannig gerð óvirk. Óskir þú eftir staðfestingu á greiðslu fyrir íþróttastyrki eða annars efnis skalt þú hafa samband við annaeiriks@annaeiriks.is.

 

6. Minn aðgangur 

Eftir a​ð nýskráningu er lokið og þú keypt þér áskrift að annaeiriks.is, hefurðu aðgang að öllu læstu efni á síðunni eins og æfingamyndböndum, prógrömmum o.fl. Þú getur alltaf skráð þig inn í gegnum notendanafnið þitt (netfang og aðgangsorð) eða google reikninginn þinn. Efst í hægra horninu á síðunni er mynd af manneskju en þar er "MITT SVÆÐI" þar sem þú getur breytt þínum persónuupplýsingum, óvirkjað skráningu (sagt áskrift upp) og breytt kortaupplýsingum.

7. Uppsögn

Viðskiptavinum er heimilt að segja upp áskrift hvenær sem er. Uppsögn skal berast í gegnum "MITT SVÆÐI"þar sem hakað er við ÁSKRIFT VIRK JÁ og henni breytt í NEI og þannig gerð óvirk og tekur uppsögnin gildi um leið og tímabilinu sem viðskiptavinur hefur greitt fyrir lýkur. Ef viðskiptavinur segir upp áskrift fellur aðgangur að mínum síðum og öllu læstu efni á annaeiriks.is niður eftir að greiddu tímabili lýkur. Ef fyrrum viðskiptavinur gerist aftur áskrifandi síðar þarf viðkomandi að kaupa námskeið á upphafsgjaldi og miðast mánaðarlegar greiðslur framvegis við þá dagsetningu. 

Kaup á þjónustu hjá annaeiriks.is fæst ekki endurgreidd, óháð notkun og árangri.

8. Áskilnaður  

Annaeiriks.is áskilur sér rétt til þess að breyta skilmálum þessum. Viðskiptavinir munu verða upplýstir komi til breytinga. Breytingarnar munu taka gildi þegar uppfærðir skilmálar hafa verið kynntir fyrir viðskiptavinum og birtir á heimasíðu annaeiriks.is

9. Lög og varnarþing

Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur á grundvelli þessara skilmála, verður slíkum ágreiningi einungis vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum. 

Skráðu þig á póstlistann!