hero

Græn próteinskál

Ég henti í þessa skál þegar ég kom heim svöng af æfingu og útkoman var alveg frábær. Það er svo mikilvægt að fá prótein, holla fitu og kolvetni eftir æfingu og þess vegna finnst mér svo gott að skella í eina skál því þá get ég sett trefjaríkt granóla, hampfræ eða fersk ber á toppinn!

Innihald

1 bolli ananas

1 bolli kókosmjólk eða möndlumjólk

1 skammtur vanilluprótein frá NOW

Væn lúka spínat

1/2 lárpera

Á toppinn setti ég svo heimagert granóla og bláber

Aðferð

Allt sett í blandara, hrært vel saman, hellt í skál og toppað með því sem ykkur þykir gott!

Skráðu þig á póstlistann!