Fyrir: 6-8
Undirbúningur: 15 mínútur
Innihald:
1 bolli spelt
1 bolli fínt haframjöl frá Himneskri hollustu
1 tsk matarsódi
2 tsk kanill
2 tsk lyftiduft
2 msk kókosolía
3-4 vel þroskaðir bananar
1 egg
Ca. 1 bolli saxaðar döðlur (má vera minna)
Aðferð:
Blandið öllum þurrefnunum saman í skál og hrærið stöppuðum bönunum, döðlunum, egginu og olíunni út í.
Smyrjið formið og hellið deiginu í það og bakið í 180° heitum ofni í ca 30 mínútur. Njótið vel!