Súper einfalt granóla

Granóla er að mínu mati alveg frábær morgunverður, það er trefjaríkt, stökkt og gefur manni góða orku fyrir daginn. Granóla keypt út úr búð er oft mjög sykrað og þess vegna er svo ótrúlega sniðugt að gera bara sitt eigið. Ég geri það oft á sunnudögum og á fyrir alla vikuna.

Fyrir: nokkra skammta

Undirbúningur: 10 mínútur

 

Innihald:

2 bollar tröllahafrar

1/4 bolli sólblómafræ

1/4 bolli möndluflögur

1/2 tsk salt

1 tsk vanilludropar (vanilla extract)

1/2 bolli hlynsíróp

 

 

Aðferð:

  • Hita ofninn 180
  • Blanda öllu saman í skál
  • Dreifa á bökunarpappír í eldfast mót eða ofan á ofnplötu
  • Baka í ca 25 mín

Geymist best í lokuðu íláti eins og t.d glerkrukku með loki.

LoadingFavorite