Bleik og gómsæt skál

Dóttir mín elskar þessa skál því hún er BLEIK en hún er einnig dásamlega fersk og góð. Okkur finnst gott að setja allskonar út á hana, fer svolítið eftir því hvað við eigum og hvenær við erum að fá okkur hana. Hún virkar frábærlega sem morgunverður og þá setjum við granóla og fersk ber og einnig sem léttur hádegisverður en hún klikkar heldur ekki sem millimál og þá setjum við minna út á hana og borðum hana meira eins og ís eða drekkum með röri.

Fyrir: 1 sem morgunverður eða 2 sem millimál

Undirbúningur: 5 mínútur

Innihald:

1 bolli frosin jarðaber

1 bolli frosin hindber

1 banani

1 bolli möndlumjólk

1 dós grísk jógúrt frá Örnu með vanillu og kókos eða vanilluskyr

1-2 msk chiafræ (má sleppa)

Aðferð:

Setjið allt nema chiafræin í blandara og hrærið vel saman. Hellið blöndunni í skál og hrærið chiafræjunum saman við. Setjið það sem ykkur langar í ofan á og njótið vel!

LoadingFavorite