Fyrir: 1
Undirbúningur: 5 mínútur
Innihald:
1 1/2 dl tröllahafrar (eða fínir)
2 msk chiafræ
1 msk kakóduft
2 1/2 dl möndlumjólk
2 góðar msk grísk jógúrt með súkkulaði og ferskjum frá Örnu
Smá skvetta Akasíu hunang
T.d jarðaber og kókosflögur á toppinn (morguninn eftir)
Aðferð:
Blandið öllu saman í glerkrukku og hrærið vel. Setjið smá Akasíu hunang ofan á og setjið krukkuna inn í ísskáp og látið standa yfir nótt. Morguninn eftir setjið þið svo það sem þið viljið á toppinn og njótið í botn!