Súkkulaði hafragrautur

Þessi súkkulaði hafragrautur er ótrúlega ljúffengur og alveg svakalega einfaldur. Ég geri þennan graut stundum á morgnana og tek með mér í vinnunna í góðu Chilly's boxi sem heldur honum heitum. Stundum set ég rúsínur út í hann en mér finnst líka gott að setja banana og kókos eins og ég er með í uppskriftinni en einnig eru bláber og jarðaber mjög góð út á hann. Um að gera að prófa sig áfram með það sem ykkur þykir gott.

Fyrir: 1 

Undirbúningur: 3 mínútur

1 bolli haframjöl

Súkkulaði plöntumjólk sem þekur hafrana vel (t.d soya eða haframjólk)

Smá skvetta agave síróp (eða akasíu hunang)

1/2 banani

kókosmjöl

 

Aðferð:

Setjið haframjöl í skál og mjólk yfir. Setjið í 2 mínútur í örbylgjuofn og setjið svo agave síróp út á og hrærið og toppið svo grautinn með 1/2 niðurskornum banana og kókos og njótið vel!

 

 

LoadingFavorite