Fyrir: 1
Undirbúningur: 3 mínútur
1 bolli haframjöl
Súkkulaði plöntumjólk sem þekur hafrana vel (t.d soya eða haframjólk)
Smá skvetta agave síróp (eða akasíu hunang)
1/2 banani
kókosmjöl
Aðferð:
Setjið haframjöl í skál og mjólk yfir. Setjið í 2 mínútur í örbylgjuofn og setjið svo agave síróp út á og hrærið og toppið svo grautinn með 1/2 niðurskornum banana og kókos og njótið vel!