Salatskál

Salatskál er vinsæl á mínu heimili en þá fær hver og einn að búa til sína eigin skál. Ég reyni að virkja alla sem eru heima hverju sinni til þess að aðstoða við undirbúninginn en þá verður hann svo miklu skemmtilegri og börnunum finnst yfirleitt gaman að fá verkefni. Svo raða bara allir eins og þeir vilja í sína skál en þetta er að mínu mati frábær leið til þess að koma góðri næringu ofan í litla kroppa.

Fyrir: 1

Undirbúningur: 20 mínútur

 

Innihald:

 

1 væn lúka spínat eða annað salat

Baunaspírur

Paprika

1 harðsoðið egg

Gúrka og tómatar

1/2 kjúklingabringa

Smá pestó á toppinn

 

Aðferð:

Skerið bringuna í litlar sneiðar og steikið á pönnu, kryddið að vild. Setjið salatið í botninn á góðri skál, svo baunaspírur og allt grænmetið, eggið, bringuna og smá pestó á toppinn og njótið! Frábært er að hita smá sæta kartöflu í ofni og þá paprikuna með ef þið viljið fá meira heitt í skálina.

LoadingFavorite