Ristað brauð með rifnu eggi

Þetta brauð verðið þið að prófa að gera, einfalt og ótrúlega gott. Ristað brauð með lárperu og rifnu eggi, holl og góð næring sem bragðast svo vel.

Fyrir: 1 

Undirbúningur: 5 mínútur

1 sneið ristað súrdeigsbrauð

1/2 lárpera

1 harðsoðið gegg

Smjör eða góð ólífuolía

Salt og pipar

 

Aðferð:

Ristið súrdeigsbrauð, smyrjið eða dreifið smá ólífuolíu á brauðið. Stappið 1/2 lárperu yfir brauðið, rífið eitt harðsoðið egg með rifjárni yfir brauðið og saltið og piprið að vild og njótið vel!

 

 

LoadingFavorite