Fyrir: 1
Undirbúningur: 5 mínútur
Innihald:
Egg
1/2 lárpera
Væn lúka spínat
Nokkrir kirsuberjatómatar
Smá jómfrúarolía (extra virgin olive oil)
Salt & pipar
Aðferð:
Setjið væna lúka af spínati á disk, spælið egg og setjið ofan á spínatið. Skerið hálfa lárperu í sneiðar og setjið á diskinn, hellið smá jómfrúarolíu yfir og saltið og piprið að vild. Setjið nokkra kirsuberjatómata á diskinn til þess að gera réttinn ennþá ferskari og njótið vel!