Fyrir: 1-2
Undirbúningur: 15 mínútur
Innihald:
1 lítil dós kotasæla
1 lárpera
2 harðsoðin egg
Salt og pipar
Aðferð:
Harðsjóðið eggin og kælið. Setjið kotasæluna í skál og skerið lárperuna í litla bita sem þið setjið út í. Brytjið eggin niður og bætið þeim einnig út í og hrærið saman við. Kryddið að vild með salti og pipar og njótið vel!