Fyrir: 1
Undirbúningur: 5 mínútur
Innihald:
1 dl haframjöl
2 dl kókosmjólk í fernu
1/2 dl kókosmjöl
1/2 dl hakkaðar möndlur
Akasíu hunang og ber
Aðferð:
Setjið haframjöl og kókosmjólkina í pott og sjóðið við vægan hita í nokkrar mínútur eða þar til grauturinn hefur þykknað. Blandið kókosmjölinu og hökkuðu möndlunum saman við og hrærið öllu vel saman. Njótið með berjum og smá akasíu hunangi!