Guðdómlegt „Quesidillas“

Þetta "Quesidillas" er guðdómlegt og súper einfalt. Ég steiki kjúkling og krydda vel og smjörsteiki svo sveppi og raða þessu á helminginn af Tortilla pönnuköku ásamt gulum baunum, set vel af rifnum mozzarella osti yfir og grilla í mínútugrilli (má einnig grilla í ofni eða úti á grilli).  Best er að bera fram með fersku salati og heimatilbúnu lárperumauki en sýrður rjómi, salsasósa eða ostasósa passa einnig vel með. Það skemmtilega við þennan rétt er að hver og einn fjölskyldumeðlimur gerir sinn rétt sjálfur og getur sett það sem hann vill á pönnukökuna. Algjör snilldar réttur sem tekur enga stund að gera og skemmtileg fjölskyldustund í leiðinni!

Fyrir: 4-6

Undirbúningur: 20 mínútur

Innihald:

4-6 stórar Tortilla pönnukökur

1 bakki ferskar kjúklingabringur

Krydd eftir smekk - t.d fajitast kjúklingakrydd

1 box sveppir - smjörsteiktir og kryddaðir með salti og pipar

Rifinn mozzarella ostur

1 dós gular baunir

Lárperumauk eða sósur að eigin vali, sýrður rjómi, salsasósa eða ostasósa

Ferskt salat að vild

 

Aðferð:

Skerið bringurnar og steikið á pönnu og kryddið að vild. Smjörsteikið svo sveppina og kryddið vel með salti og pipar. Setjið kjúkling og sveppi ásamt gulum baunum og rifnum osti á helminginn af pönnukökunni, lokið og setjið í mínútugrill þar til osturinn hefur bráðnað. Berið fram með fersku salati og til að fullkomna réttinn, með fersku lárperumauki.

 

 

LoadingFavorite