Fyrir: nokkra skammta
Undirbúningur: 10 mínútur
Innihald:
3 bollar tröllahafrar
1/2 bolli fræ að eigin vali
1/2 bolli saxaðar möndlur
1 tsk vanilluduft
3/4 bolli lífrænt hlynsíróp
2 tsk vanilludropar (vanilla extract)
Aðferð:
Blandið öllu vel saman í skál og setjið á smjörpappír. Bakið í 150° heitum ofni í 20-30 mínútur, fylgist vel með og hrærið í granólanu af og til svo það brenni ekki. Kælið og geymið í glerkrukku með loki.