Fyrir: 2-4
Undirbúningur: 5 mínútur
Innihald:
1 stór kúla af ferskum Mozzarella
2 stórir tómatar
2 vænar lúkur af spínati
Smá dreitill af góðri jómfrúar ólífuolíu
Salt & pipar
Aðferð:
Setjið spínat á stóran disk, skerið tómatana í sneiðar og raðið ofan á spínatið, skerið Mozzarella kúluna í sneiðar og raðið ofan á tómatana, hellið smá olíu yfir og kryddið með salti og pipar.