Ítalskt salat

Mér finnst ítalskur matur meiriháttar góður og er þetta salat uppáhalds ítalska salatið mitt. Það hentar sérstaklega vel með góðum pastaréttum, lasagne eða öðrum ítölskum mat. Einnig er það frábært sem létt og gott meðlæti með t.d. góðum fisk. Mér finnst þessi réttur líka algjör snilld sem forréttur. Prófið endilega að bæta lárperu við það!

Fyrir: 2-4

Undirbúningur: 5 mínútur

Innihald:

1 stór kúla af ferskum Mozzarella

2 stórir tómatar

2 vænar lúkur af spínati

Smá dreitill af góðri jómfrúar ólífuolíu

Salt & pipar

 

Aðferð:

Setjið spínat á stóran disk, skerið tómatana í sneiðar og raðið ofan á spínatið, skerið Mozzarella kúluna í sneiðar og raðið ofan á tómatana, hellið smá olíu yfir og kryddið með salti og pipar.

LoadingFavorite