Holl súkkulaðimús

Þessi súkkulaðimús er holl og góð og svalar súkkulaðiþörfinni sem hellist stundum yfir mann. Það tekur enga stund að útbúa hana og krökkunum finnst hún líka góð. Ég hvet ykkur til þess að prófa þessa hollu útgáfu!

Fyrir: 4

Undirbúningur: 5 mínútur

Innihald:

2 þroskaðar lárperur

1 stór banani eða 2 litlir

4 msk kakóduft

1/2 bolli möndlumjólk

5-6 mjúkar döðlur

3 msk agavesíróp

 

Aðferð:

Setjið allt í matvinnsluvél eða blandara og hrærið vel saman. Setjið í 4 litlar skálar og kælið. Gott er að bera fram með ferskum berjum, kakónibbum og kókosflögum eða því sem ykkur finnst gott. Njótið vel!

LoadingFavorite