Himnesk skál

Þessi skál er græn og væn og stútfull af vítamínum og næringarefnum. Mér finnst æðislegt að setja granóla eða múslí og fersk ber ofan á. Hollur og góður morgunverður.

Fyrir: 1

Undirbúningur: 5 mínútur

 

Innihald:

1 bolli möndlumjólk

1 bolli frosið mangó

1/2 lárpera

1/2 banani

2 vænar lúkur spínat

 

Aðferð:

Allt hrært saman í blandara og hellt í skál og þitt uppáhald sett á toppinn.

LoadingFavorite