Fyrir: 1
Undirbúningur: 5 mínútur
Innihald:
1 1/2 dl haframjöl - mér finnst fínt frá Himneskri hollustu best í þennan graut
3 dl möndlumjólk
1 msk hnetusmjör
1 msk blönduð fræ
1/2 banani
Bláber
Aðferð:
Setjið haframjöl og möndlumjólk í skál og hitið í örbylgju í 2 1/2 mínútu. Hrærið í grautnum og látið standa smá stund, setjið svo hnetusmjör og fræ út í og hrærið saman, skerið bananann í sneiðar og setjið út á ásamt bláberjum og njótið vel.