Fyrir: 4
Undirbúningur: 20 mínútur
Innihald:
1 bakki ferskar kjúklingabringur
4 maískubbar
1 poki gulrætur
Aðferð:
Grillið kjúklingabringurnar og kryddið með ykkar uppáhalds kryddi. Grillið maískubbana og setjið gulræturnar á álbakka, hellið góðri jómfrúarolíu yfir og stráið smá grófu salti yfir þær og grillið. Maískubbarnir og gulræturnar þurfa ca 20 mín á grillinu en bringurnar um 10-15 mín en mikilvægt að fylgjast vel með þeim.