Fyrir: 4-6
Undirbúningur: 15 mínútur
Innihald:
1 bakki hakk
Tacokrydd
1 pakki af stökkum tacoskeljum
1 lítil krukka tacosósa
Rifinn Mozzarellaostur
Salat að eigin vali
Aðferð:
Steikið hakkið og kryddið með tacokryddi. Raðið tacoskeljum á bökunarpappír og setjið smá tacosósu í botninn á skeljunum. Setjið hakk ofan í skeljarnar og stráið rifnum Mozzarella yfir og bakið í 15 mín í 180° heitum ofni eða þar til osturinn hefur bráðnað. Berið fram með salati eða grænmeti að eigin vali og berið fram með smá sýrðum rjóma og lárperumauki.