Græna bomban

Græna bomban er stútfull af góðri næringu og því meinholl. Stundum langar mig í fljótlegan morgunverð sem ég get gripið með mér og þá hentar græna bomban afar vel en stundum fæ ég mér hana í hádeginu ásamt öðru. Þetta er líka frábær drykkur fyrir börn.

Fyrir: 1

Undirbúningur: 5 mínútur

 

Innihald:

1 dl ferskur appelsínusafi

2 dl frosið mangó

1 væn lúka spínat

1/2 banani

1/2 lárpera (má sleppa)

 

Aðferð:

Allt sett í blandara og hrært vel saman.

LoadingFavorite