Eggjatortilla með grænmeti

Dásamlega einföld og góð eggjatortilla með bræddum osti og grænmeti, getur ekki klikkað!

Fyrir: 1 tortilla á mann

Undirbúningur: 10 mínútur

1 egg

1 tortilla

Smá rifinn Mozzarella eða annar góður ostur

Salt og pipar

Grænmeti að eigin vali

 

Aðferð:

Þeytið eggið og hellið því á pönnu og steikið í skamma stund. Leggið þar næst tortilla pönnukökuna ofan á eggið og snúið pönnukökunni við þegar eggið hefur steikst vel. Stráið smá osti yfir og bíðið þar til hann bráðnar og saltið þá og piprið. Takið næst eggjapönnukökuna af pönnunni og setjið á disk. Setjið grænmeti að eigin val á helminginn af pönnukökunni, brjótið saman og njótið í botn.

 

 

LoadingFavorite