Fyrir: 1
Undirbúningur: 10 mínútur
Innihald:
2 egg
1 lúka spínat
Nokkrar litlar kúlur af ferskum mozzarella
1/2 lárpera
Kirsuberjatómatar
1/2 paprika
Smá lífræn ólífuolía
Salt & pipar
Aðferð:
Hrærið saman tvö egg. Steikið spínat á pönnu og bætið svo eggjablöndunni út í og steikið við vægan hita og skerið grænmetið niður á meðan. Setjið eggjakökuna á disk, grænmeti og mozzarella ofan á, hellið smá lífrænni ólífuolíu yfir og kryddið með salti og pipar. Njótið vel!