Eðal hrákaka

Þetta er án efa uppáhalds hrákakan mín. Þessi kaka er súper einföld og tekur enga stund að gera, það eina sem maður þarf til að gera hana er matvinnsluvél eða góður blandari. Ég hvet ykkur til að prófa og jafnvel prófa ykkur áfram með uppskriftina og breyta að vild.

Mér finnst æðislegt að eiga þessa köku inn í frysti til að geta fengið mér smá bita þegar sætindaþörfin hellist yfir mig!

Fyrir: Marga 

Undirbúningur: 15 mínútur

Botn:

Lítill poki möndlur (100g)

3 dl saxaðar döðlur (150g)

2 msk kakó

Krem:

1 lárpera

1 banani

3 msk fljótandi kókosolía

3 msk agave síróp

1/2 tsk vanilludropar

Toppurinn:

100-150 g dökkt súkkulaði

 

Aðferð:

Byrjum á botninum, setjum fyrst saxaðar döðlur í bleyti, hellum möndlunum í matvinnsluvél og söxum þær, blöndum kakóduftinu við og hellum svo vatninu af döðlunum og bætum þeim við. Hrærum allt vel saman og hellum deginu í lítið form. Gott er að setja bökunarpappír undir ef þið viljið geta tekið hana í heilu lagi upp úr forminu til að skera í litla bita.

Öll innihaldsefnin sem þarf í kremið eru svo sett í matvinnsluvélina og allt þeytt vel saman og því hellt svo ofan á botninn.

Súkkuðlaðið er brætt við vægan hita og því hellt yfir kremið og kakan því næst sett í frysti og geymd þar.

Gott er að taka hana út aðeins áður en hún er borin fram en hún er líka góð mjög köld eða hálf frosin.

 

LoadingFavorite