Bláberjapönnukökur

Þessar pönnukökur eru dásamlegar og innihalda engan sykur. Þær eru fullkomnar á sunnudagsmorgni eða í kaffitímanum ef mann langar í eitthvað gott í hollari kantinum. Það tekur skamman tíma að útbúa þær og þær bragðast svo vel.  Okkur finnst gott að borða fersk bláber með þeim, setja smá dreitil af akasíuhunangi yfir og ekki skemmir smá skvetta af þeyttum rjóma! Njótið.

Fyrir: 4 (2 pönnukökur á mann)

Undirbúningur: 15 mínútur

Innihald:

2 egg

1 tsk vanilludropar (vanilla extract)

1 bolli spelt (eða annað hveiti)

1 bolli fínt haframjöl

2 tsk vínsteinslyftiduft

1 1/2 bolli möndlumjólk

1 vel þroskaður banani

1 lítið box bláber

 

Aðferð:

Hrærið öllu saman í nokkuð þykkt deig, hellið um 1 bolla af bláberjum út í deigið og hrærið varlega saman við. Bakið á pönnu í þeirri stærð sem þið viljið.

Njótið með berjum og smá lífrænu hlynsírópi eða akasíuhunangi!

LoadingFavorite