Fyrir: 4 (2 pönnukökur á mann)
Undirbúningur: 15 mínútur
Innihald:
2 egg
1 tsk vanilludropar (vanilla extract)
1 bolli spelt (eða annað hveiti)
1 bolli fínt haframjöl
2 tsk vínsteinslyftiduft
1 1/2 bolli möndlumjólk
1 vel þroskaður banani
1 lítið box bláber
Aðferð:
Hrærið öllu saman í nokkuð þykkt deig, hellið um 1 bolla af bláberjum út í deigið og hrærið varlega saman við. Bakið á pönnu í þeirri stærð sem þið viljið.
Njótið með berjum og smá lífrænu hlynsírópi eða akasíuhunangi!