Fyrir: 12 múffur
Undirbúningur: 10-15 mínútur
2 egg
2-3 vel þroskaðir banananar (ég notaði 3)
1/2 bolli Akasíu hunang (má sleppa)
1 tsk vanilludropar
2 bollar möndlumjöl
1/2 tsk vínsteinslyftiduft
1 tsk matarsódi
1/4 tsk salt
50 g dökkt súkkulaði (sykurlaust ef vill)
Aðferð:
Stappið bananana og hrærið þá vel saman við eggin og bætið svo vanilludropum og hunangi út í. Öllum þurrefnunum bætt út í og hrært varlega saman. Deigið sett í múffuform og súkkulaðið saxað í grófa bita og sett ofan á hverja múffu fyrir sig.
Bakið í u.þ.b 12-15 mínútur við 175° og njótið vel.