Fyrir: 4
Undirbúningur: 25 mínútur
Innihald:
1 bakki kjúklingabringur
1/3 lítil flaska af Sweet Chilli Sauce
Spínatpoki (má vera annað salat)
1 lítil dós af litlum maísstönglum
1 paprika
Græn vínber
Lófafylli af hökkuðum möndlum
Aðferð:
Skerið bringurnar í litla bita, steikið og hellið Sweet Chilli sósunni yfir þegar bringurnar eru tilbúnar. Setjið spínatið í skál, skerið grænmetið og setjið i skálina, bætið kjúklingnum við og stráið hökkuðu möndlunum yfir. Njótið vel!