Fyrir: 4-6
Undirbúningur: 15 mínútur
Innihald:
1 pakki núðlur
1 bakki kjúklingabringur
Wok grænmetisblanda (frosin)
1 flaska sæt chillisósa
Aðferð:
Steikið grænmetið á pönnu og geymið til hliðar. Steikið kjúklingabringurnar og hellið svo 1 flösku af sætri chillisósu yfir. Sjóðið núðlurnar og hellið þeim í skál, hellið grænmetinu yfir og svo bringunum og sósunni og blandið öllu saman. Þessi réttur er mjög góður heitur en einnig kaldur og því fullkominn ef hann þarf að standa örlítið á borði.