Acai skál

Ég kynntist Acai skál fyrst í New York fyrir ekki svo mörgum árum og man hvað mér fannst hún dásamlega góð. Þetta er í rauninni þykkur þeytingur búinn til úr Acai berjamauki og svo er sett ofan á granóla, múslí, ber eða annað góðgæti. Acai berin koma frá Suður Ameríku og eru svokölluð súperfæða og eru stútfull af andoxunarefnum sem eru góð fyrir ónæmiskerfið okkar. Þau eru hlaðin næringarefnum og því einstaklega góð fyrir okkur. Ég fagnaði því mjög þegar frosið Acai mauk kom loksins til landsins en þá gat ég gert mína eigin skál eins og mig hafði dreymt um lengi en það er einnig hægt að útbúa Acai skál úr Acai dufti.

Fyrir: 1

Undirbúningur: 5 mínútur

 

Innihald:

1 poki frosið Acai mauk

1 banani

Smá skvetta möndlumjólk

1 bolli jarðaber

 

Aðferð:

Allt hrært saman í blandara, hellt í skál og svo finnst mér gott að setja granóla eða múslí á toppinn, ásamt berjum og stundum bönunum.

LoadingFavorite