Kjúklinga salat „taco“

Það er ótrúlega sniðugt að gera salat "taco" þar sem salatblað kemur í staðin fyrir taco skelina. Léttur réttur sem sniðugt er að nýta sér sem hádegisverð daginn eftir. Krökkunum þykir hann góður en stundum fá þau sér bara mjúka tacoskel í staðin fyrir salatblaðið sem er æðislega gott líka og örlítið matarmeira. Hvet ykkur til að prófa ykkar útgáfu af þessum rétti en það er hægt að nota steik / hakk / tofu en ég notaði kjúkling að þessu sinni.

Fyrir: 4-6

Undirbúningur: 15-20 mínútur

Innihald:

1 bakki ferskar kjúklingabringur

1 tsk karrý og ca 2 msk Herbamare jurtasalt

1/2 dós sýrður rjómi

1 dós gular baunir eða baunir að eigin vali

2 lárperur

Ferskt grænmeti að eigin vali (tómatar, paprika, gúrka)

Salatblöð

 

Aðferð:

Skerið bringurnar í litla bita, steikið þar til tilbúnar (8-10 mín), setjið 1 msk af sýrðum rjóma á pönnuna og kryddið með karrý og Herbamare jurtasalti. Skerið grænmetið og setjið í stóra skál ásamt baununum og lárperunum, blandið bringunum við, setjið 2-3 msk af sýrðum rjóma í skálina og hrærið öllu vel saman og berið fram. Leggið salatblöðin á disk og setjið blönduna ofan á og gæðið ykkur á!

 

LoadingFavorite