Uppáhalds „boutique“ stöðvarnar mínar í New York

New York er ein af uppáhalds borgunum mínum og fer ég þangað nánast árlega til þess að viða að mér þekkingu og nýjum hugmyndum. Ég á nokkrar uppáhalds "boutique" stöðvar þar sem eru litlar stöðvar sem bjóða bara upp á eitthvað ákveðið en ekki hefðbundnar stöðvar sem hafa tækjasal og bjóða upp á kannski fullt af opnum tímum. Þessar stöðvar eru allar litlar og oft bara með einn sal og hægt að kaupa sér stakan tíma sem er ótrúlega þægilegt.

SOUL CYCLE er keðja sem býður upp á hörku hjólatíma, maður bókar hjól og fær hjólaskó á staðnum. Hægt að velja kennara eða tímasetningu sem hentar manni og svo er bara að skella sér í stuðið.

THE BAR METHOD býður upp á barretíma sem eru frábærir styrktartímar þar sem unnið er mikið við balletstöng, rólegir en svakalega lúmskir tímar.

ORANGE THEORY FITNESS eru mjög skemmtilegir tímar þar sem unnið er á hlaupabretti, róðrarvél og svo með lóð/TRX bönd o.fl til þess að styrkja líkamann. Þátttakendur eru með púlsmæli og hvattir til þess að vinna á ákveðnu álagi. Mjög hvetjandi og skemmtilegir tímar.

EXHALE SPA eru mjög smart litlar stöðvar þar sem boðið eru upp á barretíma og jóga.

BARRY'S BOOTCAMP er uppáhaldið mitt en þetta eru snilldartímar þar sem unnið er á hlaupabrettum og gerðar styrktaræfingar á móti með teygjur, lóð, palla o.fl.  Ótrúlega skemmtilegir og krefjandi tímar.