Fyrir: 4
Undirbúningur: 15 mínútur
Innihald:
4 tortilla pönnukökur
1 bakki hakk
1 poki taco krydd
1 dós gular baunir
1/2 dós 11% sýrður rjómi
1 krukka salsasósa
1 poki rifinn mozzarella
Aðferð:
Steikið hakkið og kryddið með Taco kryddi, bætið gulum baunum við. Hrærið saman sýrðum rjóma og salsasósu, leggið eina pönnuköku á ofnplötu, smyrjið hana með sósunni, dreifið smá af hakkblöndunni yfir og mozzarella, leggið svo næstu pönnuköku ofan á og endurtekið allt - einn turn er gerður úr fjórum pönnukökum, endið á rifnum osti og setjið í 180° ofn í 15 mínútur eða þar til osturinn hefur bráðnað.