Tortilla turn

Þetta er frábær réttur fyrir þá sem eru hrifnir af mexíkóskum mat og ekki skemmir fyrir hversu einfaldur hann er. Einn svona turn dugar fyrir fjóra og gott að bera fram með góðu lárperumauki, smá flögum og salati. Njótið vel!

Fyrir: 4

Undirbúningur: 15 mínútur

Innihald:

4 tortilla pönnukökur

1 bakki hakk

1 poki taco krydd

1 dós gular baunir

1/2 dós 11% sýrður rjómi

1 krukka salsasósa

1 poki rifinn mozzarella

 

Aðferð:

Steikið hakkið og kryddið með Taco kryddi, bætið gulum baunum við. Hrærið saman sýrðum rjóma og salsasósu, leggið eina pönnuköku á ofnplötu, smyrjið hana með sósunni, dreifið smá af hakkblöndunni yfir og mozzarella, leggið svo næstu pönnuköku ofan á og endurtekið allt - einn turn er gerður úr fjórum pönnukökum, endið á rifnum osti og setjið í 180° ofn í 15 mínútur eða þar til osturinn hefur bráðnað.

LoadingFavorite