Fyrir: 4
Undirbúningur: 15 mínútur
Pestó - innihald:
2 bollar góð ólífuolía
1 poki spínat
1 búnt basilika
1 hvítlauksrif
Kryddið með Herbamare jurtasalti og smá piri piri kryddi
Aðferð:
Allt er sett í blandara eða matvinnsluvél og maukað vel saman. Pestóinu er dreift á tortilla pönnukökurnar, rifnum mozzarella dreift yfir og bakað í ofni í nokkrar mínútur eða þar til osturinn hefur bráðnað. Grænmeti að eigin vali sett inn í og jafnvel kjúklingur til þess að gera máltíðina örlítið matarmeiri. Njótið vel!