Tortilla með pestó og grænmeti

Þessi réttur er ótrúlega einfaldur, hollur og góður. Hann byggist á því að útbúa sitt eigið pestó og smyrja því ofan á tortilla pönnuköku, setja rifinn mozzarella yfir og baka smá stund í ofni. Svo setur maður það grænmeti sem til er inn í og gæðir sér á. Frábært er að marinera kjúkling í pestóinu í um 2 klst, steikja og bæta við inn í pönnukökuna. Mér finnst þessi réttur jafn góður sem hádegisverður eða sem léttur kvöldverður, ef ég geri hann sem kvöldverð þá nota ég oftast tækifærið og útbý nesti fyrir hádegið daginn eftir.

Fyrir: 4

Undirbúningur: 15 mínútur

 

Pestó - innihald:

2 bollar góð ólífuolía

1 poki spínat

1 búnt basilika 

1 hvítlauksrif

Kryddið með Herbamare jurtasalti og smá piri piri kryddi 

 

Aðferð:

Allt er sett í blandara eða matvinnsluvél og maukað vel saman. Pestóinu er dreift á tortilla pönnukökurnar, rifnum mozzarella dreift yfir og bakað í ofni í nokkrar mínútur eða þar til osturinn hefur bráðnað. Grænmeti að eigin vali sett inn í og jafnvel kjúklingur til þess að gera máltíðina örlítið matarmeiri. Njótið vel!

LoadingFavorite