Bananabrauð

Það er svo ótrúlega sniðugt að henda í eitt stykki bananabrauð þegar maður á nokkra banana sem eru komnir vel á tíma. Þessi uppskrift inniheldur engan viðbættan sykur, er einföld og æðislega góð. Það passar sérstaklega vel með sunnudagskaffinu eða bara hvaða kaffi sem er!

Fyrir: 6-8

Undirbúningur: 15 mínútur

Innihald:

1 bolli spelt

1 bolli fínt haframjöl frá Himneskri hollustu

1 tsk matarsódi

2 tsk kanill

2 tsk lyftiduft

2 msk kókosolía

3-4 vel þroskaðir bananar

1 egg

Ca. 1 bolli saxaðar döðlur (má vera minna)

 

Aðferð:

Blandið öll­um þur­refn­un­um sam­an í skál og hrærið stöppuðum bönunum, döðlunum, egginu og olíunni út í.

Smyrjið formið og hellið deiginu í það og bakið í 180° heitum ofni í ca 30 mínútur. Njótið vel!

 

LoadingFavorite