Sumarlegur ís

Þessi ís er ferskur, sumarlegur og góður. Það er hægt að breyta honum í skál og setja allskonar góðgæti út á hann eins og múslí, granóla, kókos o.fl. eða gæða sér á honum án þess að setja neitt ofan á hann. Það er líka snilld að setja hann í frostpinnaform og frysta hann, krakkarnir elska það. 

Fyrir: 1-2

Undirbúningur: 5 mínútur

Innihald:

1 bolli frosið mangó

1 bolli frosinn ananas

1 banani

1 bolli kókosmjólk í fernu (má vera möndlumjólk eða vanillumjólk)

2 kúfaðar msk grísk jógúrt

 

Aðferð:

Setjið allt í blandara og hrærið vel saman. Hellið í skál og frystið í smá stund ef þið hafið þolinmæði til eða setjið í frostpinnaform og frystið. Einnig má gæða sér á ísnum strax. Njótið vel!

LoadingFavorite