Sumarlegt salat

Þetta salat er einstaklega sumarlegt, ferskt og gott. Það er frábært að venja sig á að gera alltaf eina stóra salatskál með matnum og börnunum þykir þetta sérstaklega gott með jarðaberjum o.fl í. Að sjálfsögðu má borða þetta eitt og sér en þá myndi ég bæta t.d. kjúkling og eggjum út í til þess að fá gott prótein. Þetta passar með öllum mat og um að gera að leika sér með innihaldið eins og þið viljið. Njótið í botn!

Fyrir: Fer eftir því hversu stór skammtur er gerður

Undirbúningur: 5 mínútur

Innihald:

Spínat eða annað gott salat í botninn

Gúrka

Paprika

Tómatar

Lárpera

Jarðaber

Bláber

 

Aðferð:

Allt saxað niður og sett í skál, einfalt og gott.

LoadingFavorite