Sumarið ljúfa

Sumarið mitt er búið að vera ótrúlega viðburðarríkt og skemmtilegt og ég ekki búin að vera á landinu megnið af því. Fríið mitt byrjaði á skemmtilegri U16 landsliðsferð í  körfubolta til Finnlands með elsta soninn en það var upplifun sem ég hefði ekki viljað missa af. Við tók svo mánaðarferð til Californiu og Arizona með alla fjölskylduna þar sem mikið var gert skemmtilegt saman og lék veðrið við okkur allan tímann.  Þegar maður vinnur mikið þá finnst mér mikilvægt að stimpla sig alveg út þegar maður fer í sumarfrí með fjölskylduna og þess vegna hef ég verið ferlega léleg að skrifa blogg eða annað sem tengist tölvunni minni, hún fór í rauninni í frí með mér sem ég sé ekki eftir því það nærir hjarta og sál að gefa fjölskyldunni óskipta athygli þegar við erum í fríi saman. Núna er fríið mitt á enda í bili og mun ég gera mitt besta til að hvetja ÞIG áfram til að ná þínum heilsutengdu markmiðum. Ég vona að sumarið þitt hafi verið frábært og sem betur fer er það ekki búið og því um að gera að njóta þess sem eftir er alveg í botn.