Súkkulaði hafragrautur

Strákunum mínum finnst þessi grautur æðislegur og þeir gera hann stundum til að taka með sér í skólann eða fá sér í morgunmat. Hann er útbúinn kvöldinu áður og geymdur í ísskáp yfir nótt og þá er hann tilbúinn morguninn eftir, það þarf ekkert að elda hann og því einstaklega fljótlegur og mér finnst snilld að þeir geti gert hann sjálfir.  Stundum notum við fersk ber ofan á en banani og kakónibbur passa líka ótrúlega vel með honum.

Fyrir: 1

Undirbúningur: 5 mínútur

Innihald:

1 1/2 dl tröllahafrar (eða fínir)

2 msk chiafræ

1 msk kakóduft

2 1/2 dl möndlumjólk

2 góðar msk grísk jógúrt með súkkulaði og ferskjum frá Örnu

2 dropar af súkkulaði Stevíu (má sleppa)

Smá skvetta Akasíu hunang

Jarðaber og kókosflögur á toppinn

 

Aðferð:

Blandið öllu saman í glerkrukku og hrærið vel. Setjið smá Akasíu hunang ofan á og svo jarðaber. Setjið krukkuna inn í ísskáp og látið standa yfir nótt. Einfalt og gott.

LoadingFavorite