Suðrænn jarðarberjaís

Börnin mín elska ís eins og eflaust flest börn gera og þess vegna finnst mér svo sniðugt að búa til hollan ís handa þeim (og handa mér sjálfri því ég elska líka ís). Við dóttir mín gerðum þennan ís eftir leikskóla einn daginn en hún elskar allt bleikt og úr varð suðrænn jarðaberjaís. Hann var borðaður strax en það er mjög gott að setja hann í smá stund í frysti, þ.e.a.s. ef þolinmæðin er til staðar!

Fyrir: 2

Undirbúningur: 5 mínútur

 

Innihald:

1 bolli kókosmjólk í fernu

1 bolli frosin jarðaber

1 bolli frosinn ananas

 

Aðferð:

Allt sett í blandara og hrært saman, hellt í 2 skálar og borðað strax eða fryst í smá stund.

LoadingFavorite