Fyrir: 4
Undirbúningur: 25 mínútur
Innihald:
1 sæt kartafla
Lítill poki gulrætur
1 líter vatn
3 msk grænmetiskraftur (ég notaði frá Himneskri hollustu)
3 msk tómatpúrra (ég notaði frá Himneskri hollustu)
Salt & pipar eftir smekk
(1 1/2 msk Moroccan rub frá NOMU, fæst t.d í Fylgifiskum)
Aðferð:
Setjið 1 líter af vatni í pott og sjóðið. Skrælið sætu kartöfluna og gulræturnar, skerið í litla bita (mér finnst best að nota matvinnsluvél til þess að saxa þetta niður í litla bita) og setjið út í vatnið og sjóðið í 15-20 mínútur ásamt grænmetiskraftinum og tómatpúrrunni. Kryddið með salti og pipar og ef þið eigið Moroccan Rub kryddið þá gefur það súpunni æðislegt bragð, einnig er hægt að nota í staðin t.d. piri piri eða annað krydd til að gera súpuna bragðmeiri ef þið eigið ekki Moroccan Rub. Maukið í blandara eða með töfrasprota og njótið vel!