Ristað lárperubrauð

Ristað lárperubrauð er dásamlega gott. Ég fæ mér það stundum í morgunmat um helgar eða sem léttan hádegisverð en þá skelli ég yfirleitt spældu eggi ofan á brauðið til þess að gera það örlítið matarmeira ásamt góðu salati.

Fyrir: 1

Undirbúningur: 10 mínútur

 

Innihald:

1 sneið gott súrdeigsbrauð eða gróft brauð

Smávegis af góðri ólífuolíu

1/2 lárpera

Salt & pipar

Aðferð:

Ristið brauðið og hellið smávegis af góðri ólífuolíu yfir. Skerið lárperuna þunnt og raðið sneiðunum ofan á brauðið. Kryddið með smávegis af grófu salti og pipar og njótið í botn!

LoadingFavorite