Ráð til að auka vatnsdrykkju

Vatn er lífsnauðsynlegt fyrir okkur þar sem það gegnir margvíslegu hlutverki í líkamanum. Um 60% af líkamsþunganum okkar er vatn og missum við um 2-2,5 lítra af vatni á dag og því nauðsynlegt að drekka svipað magn undir venjulegum kringumstæðum. Mörgum finnst það vera þó nokkuð mikil áskorun að drekka svo mikið vatn en hérna eru nokkur ráð sem hjálpa til að auka vatnsdrykkjuna.

Ráð til að auka vatnsdrykkju!

  • Vera ávallt með góðan vatnsbrúsa við höndina, hvort sem er í vinnunni, ræktinni eða bílnum. Það eykur vatnsdrykkjuna töluvert.

  • Drekka eitt stórt vatnsglas á morgnana, jafnvel kreista sítrónu út í.

  • Bragðbæta vatnið með því að setja út í það t.d gúrku og myntu, sítrónu, jarðaber, appelsínu o.s.frv. Það gerir vatnsdrykkjuna bragðbetri og auðveldari.

  • Venja sig á að drekka vatn á ákveðnum tímapunktum yfir daginn, þá kemst það upp í vana.

  • Drekka eitt lítið vatnsglas 30 mínútum fyrir hverja máltíð.