Fyrir: Marga bita
Undirbúningur: 15 mínútur
Pönnukökudeigið gert fyrst:
2 egg
1/2 tsk vanilludropar
2 bollar spelt (eða annað hveiti)
2 tsk vínsteinslyftiduft
2 bollar möndlumjólk
100g dökkt súkkulaði (má nota sykurlaust)
2 stórir bananar eða eins og deigið leyfir
Smá skvetta agave síróp
Aðferð:
Hrærið öllu saman í nokkuð þykkt deig og bætið svo söxuðu súkkulaði út í. Skerið banana í þykka bita og veltið þeim upp úr deiginu og reynið að þekja þá vel, steikið þá svo við frekar lágan hita á pönnukökupönnu og dreifið smá agave sírópi eða akasíu hunangi yfir.
Aðferð:
Setjið haframjöl í skál og mjólk yfir. Setjið í 2 mínútur í örbylgjuofn og setjið svo agave síróp út á og hrærið og toppið svo grautinn með 1/2 niðurskornum banana og kókos og njótið vel!