Fyrir: 4-6
Undirbúningur: 15 mínútur
Innihald:
1 bakki kjúklingabringur
1 poki enchilada eða tacokrydd (ég notaði enchilada)
3 msk rjómaostur
Rifinn ostur
Grænmeti að vild til að steikja (laukur, sveppir, paprika)
Aðferð:
Steikið kjúklinginn í litlum bitum og kryddið með taco eða enchilada kryddi og bætið 3 msk af rjómaosti út á pönnuna þegar kjúklingurinn er tilbúinn. Ef þið viljið þá er mjög gott að steikja lauk, papriku og sveppi og bæta saman við kjúklinginn en þessu má sleppa. Hellið blöndunni í tacoskeljar og raðið þeim í eldfast mót, stráið rifnum osti yfir og bakið í ofni í 10-12 mínútur eða þar til osturinn er bráðnaður. Berið fram með fersku salati og lárperumauki.