Í hörkuform með Önnu Eiríks

Það er ótrúlegt hvað líkaminn okkar er fljótur að aðlagast nýju átaki og þess vegna er svo mikilvægt að breyta æfingunum sínum reglulega og auka æfingaálagið jafnt og þétt. Nýjar æfingar og nýjar hreyfingar gera svo mikið fyrir okkur og hjálpa okkur að ná sífellt betri árangri, ég tala nú ekki um ef mataræðið er tekið föstum skorðum um leið. Í hörkuform með Önnu Eiríks er framhald af fyrsta 6 vikna æfingaplaninu mínu sem ég mæli alltaf með að byrja á, Í form með Önnu Eiríks.

Í þessu æfingaplani nota ég æfingadýnu og lóð, 2-3kg og æfingalengdin eykst örlítið frá fyrsta æfingaplaninu mínu. Æfingarnar verða líka örlítið meira krefjandi en alls ekki örvænta því ég gef ávallt valkosti í mest krefjandi æfingunum. Frábær auka æfing fylgir líkt og í fyrsta æfingaplaninu en það er hörkugóð Tabataæfing sem keyrir púlsinn vel upp. Þetta er frábært framhald af fyrsta æfingaplaninu mínu og heldur þér við efnið og hjálpar þér að ná ennþá betri árangri. Allar upplýsingar og sýnishorn af æfingunum úr æfingaplaninu má finna HÉR.

Gangi þér vel!